Fyrrum Sigurvegarar

2018 - Felix "xQc" Lengyel

Felix Lengyel betur þekktur undir twitch.tv nafninu "xQc" er vinsæll overwatch spilari en tók þátt í fyrsta móti BTD6 og með ótrúlegum árangri náði sigrinum og varð fyrsti Reykjavíkurmeistari Bloons TD 6.

2019 - Emil Erlendsson

Emil Snær Erlendsson, betur þekktur sem Lingo2701 eða lime2909, er minnsti keppandi sem keppnin hefur einhverntímann séð en það stoppaði hann ekki. Hann vann léttilega á móti mun stærri andstæðingum og tók titilinn sem Reykjurvíkurmeistari Bloons TD 6 árið 2019.

2020 - Hallbjörn Leifsson

Enginn veit mikið um Hallbjörn Leifsson.
Hann keppti bara í keppninni árið 2020 og hann hefur ekki sést síðan.
Þegar við reyndum að senda honum verðlaunin með póstinum fengum við hann bara til baka með skilaboðunum að þetta heimilisfang sé ekki til, aukalega er þetta eina myndin sem við eigum af manninum.

Mjög furðulegur gæji

2021 - Ægir Ólason

Ægir Ólason mætti, borðaði allan matinn og vann einhvern veginn. Þegar spurt var hann hvernig hann vann eftir að borða allan matinn svaraði hann: "I'm just built different"

2022 - ???

GÆTI VERIÐ ÞÚ!