Verklag:
Hver þátttakandi er með allt verkefnið á sinni tölvu og síðan er ein miðlæg útgáfa á internetinu sem tengir alla saman í gegnum GIT útgáfustýrikerfið. Ef miðlarinn leggst á hliðina eða einn úr hópnum glatar tölvunni sinni þá eru alltaf ein eða tvær útgáfur af verkefninu í lagi og vinnslan stöðvast ekki. Einnig er hægt að afrita hvaða verkefni sem er á GitHub og haldið áfram með það á eigin reikningi. Síðan er hægt að hafa samband við aðra í gegnum GitHub sem eru að vinna að verkefninu og þróað forrit og kerfi langt umfram það sem einn eða tveir einstaklingar geta gert.
- Eftir að hafa myndað hóp þá stofnar einn úr hópnum, geymslu (repository) á GitHub
- Síðan deilir hann aðgangi að geymslunni, með því að bæta við notendum (Settings - Collaborators) með sömu réttindum og hann sjálfur hefur í geymslunni.
- Notendur contributors fá sendan póst á tölvupóstfangið sem tengt er þeirra Github reikningi. Þeir samþykkja boðið og geta eftir það breytt og bætt efni í umræddri geymslu.
- Sameiginlegri geymslu deilt á notendur
- Í “Git Bash” er geymslan spegluð „Git clone“ yfir á tölvur hópsins þannig að allir eru með eigin útgáfu af henni.
- Hópurinn skipuleggur alla verkþætti og verkskiptingu
- Geymslan á GitHub er miðstöð verksin og á alltaf að vera endurnýjuð reglulega
- Allir byrja að að tjékka á GitHub útgáfunni
Git pull
- Og enda vinnudaginn á
Git push
- Öll vinnugögn hópverkefnisins eiga að vera í þessari geymslu á Github
.gitignore
Þegar kóði er útgáfustýrður og geymslu er deilt með öðrum forriturum, þá vill maður oft sleppa ákveðnum skrám. Dæmi um slíkar skrár eru t.d. binary og auto-generated skrár:
- IDE config fyrir notandann
- Loggar
- Compiled binary (bin, obj, o.s.frv.)
- o.s.frv.
Þá kemur .gitignore
skráin að góðum notum. Git hunsar allar skrár í þessari skrá, nema þeim hafi verið bætt við áður en .gitignore
skráin var búin til (þar sem Git er byrjað að tracka skránna). En þá er hægt að keyra git rm --cached <file>
til að eyða skránni úr Git, en sleppa því að eyða skránni úr Working Directory.
Best er að búa til .gitignore
skrána í rótinni á repository’inu (þar sem .git
mappan er staðsett).
GitHub heldur úti sér repository fyrir .gitignore
template sem má finna hér.