GIT VERKEFNI

  1. Opnið Git Bash og vísið á geymsluna sem á að vakta, dæmi: cd Desktop/geymsla/ .
  2. Í byrjun dags á git pull að vera fyrsta skipun sem gerð er í geymslunni, það tryggir að þú sért að vinna með nýjustu útgáfu verksins.
  3. Síðan er hægt að vinna í verkefninu og senda gögn á milli vinnusvæðis og GitHub með því að nota git push til að senda gögn og git pull til að sækja gögn.
  4. Í lok vinnudags á alltaf að senda verkefnið í GitHub geymsluna með skipuninni git push

Æfingaverkefni

Búið til nýtt textaskjal sem á að vista sem Markdown skjal (t.d. Gitsvör.md). Svarið spurningunum hér að neðan með eftrifarndi hætti:

  • Eftir að hafa svarað 1. spurningu á að vista skjalið
  • Síðan á að sviðsetja það í Git (add .) og skrá (commit -m ‘svar 1’).
  • Eftir að hafa svarað öllum spurningunum með þessum hætti erum við komin með 7 færslur í Git umsjónarkerfið.
  • Skilaðu skjalinu með svörunum á þinn GitHub reikning

ATH! Ekkert er gefið fyrir svörin ef færslurnar (commit) fylgja ekki með.

  1. Hvað gera eftirfarandi Linux skipanir?
    • cd -
    • ls -
    • pwd -
    • mkdir -
  2. Hvað gera eftirfarandi Git skipanir?
    • git clone
    • git status
    • git diff
  3. Hvað gera eftirfarandi Git skipanir saman? Hvaða gagn er að þeirri aðgerð?
    • git log
    • git checkout
    • git branch
  4. Hvað er útgáfustýring (Version Control)?
  5. Hverjir eru helstu kostir við að nota GIT?
  6. Hversu oft telur þú að eigi að gera færslur (commit) í verkefni?
  7. Hvað er átt við með “Working Directory”?” og “Staging Area” í GIT?

Greinar Branches

Nú höldum við áfram með skjalið sem þú bjóst til (Git_svör.md)

  1. Skoðaðu allar færslurnar í skjalinu git log í Git Bash
  2. Afritaðu (copy) talnarununa sem fylgir 5. svarinu (Fyrstu 7 tölurnar)
  3. Skráðu síðan git checkout 1234567 (paste tölurnar 7)
  4. Búðu til nýja grein git branch [heiti greinar]
  5. Farðu yfir á greinina git checkout [heiti greinar] og bættu við eftirfarandi texta aftan við 5. svarið
    • Hér get ég sagt mína skoðun á Git umsjónarkerfinu… þitt álit
  6. Sendu nýju greinina yfir á GitHub
    • Til að senda greinina yfir í geymsluna á GitHub þarf að skrá eftirfarandi kóða
      git push -u origin [heiti greinar]
  7. Farðu síðan aftur á master