TÖFLUR

HTML töflur eru notaðar í að birta gögn með skipulögðum hætti. HTML töflur hafa dálka (columns) og raðir (rows) líkt og töflur í Excel eða gagnagrunnum.

Að vinna með töfluleg gögn krefst aðeins flóknari uppsetningar en á öðrum gögnum í HTML. Skilgreina þarf töflu, fyrirsagnir, gagnareiti og mögulega fót eða samantekt.

Samskiptaform

Tafla í HTML er afmörkuð með eftirfarandi hætti:

<table>
  <caption>Fyrirsögn töflu</caption>
   <thead> - Fyrir dálkaheiti
   <tr> - röð í töflu (table row)
    <th> - dálkaheiti </th>
   </tr>
   </thead>
   <tfoot>
   <tr>
    <td>tfoot birtist alltaf sem neðsta röð í töflunni og er notað fyrir neðanmálsefni eða skýringar </td>
   </tr>
   </tfoot>
   <tbody> - innihald töflu kemur hér
   <tr>
    <td> - table data, gögn eru dregin út úr gagnagrunnum yfirleitt. Vafri uppfærir gögn í töflu alltaf þegar vefsíðan er opnuð</td>
   </tr>
   </tbody>
</table>

Taflan hér að neðan er rituð með Markdown rithætti. Texti í fyrsta dálk er vinstri jafnaður, miðjusettur í miðdálk og hægrijafnaður í þriðja dálki.

Pixel Size Viewport
iPhone XR 828 x 1792 414 x 896
iPhone XS 1125 x 2436 375 x 812

Skoðaðu útkeyrslu Markdown töflu: Skjástærðir

Grunnnám tölvubrautar
Forritun Vefþróun Gagnasöfn Tölvutækni
1 önn FORR1FG05(AU) VEFÞ1VG05(AU) GAGN1NG05(AU) KEST1TR05(AU)
2 önn FORR2FA05(BU) VEFÞ2VH05(BU) GAGN2HS05(BU) KEST2VJ05(BU)
3 önn FORR2HF05(CU) VEFÞ2VF05(CU) GAGN2VG05(CU) KEST2UN05(CU)