UNDIRBÚNINGUR VEFS

Verkefni 6 er undirbúningur og skipulagning lokaverkefnisins. Verkefnið felst í að skipuleggja og undirbúa gerð kynningarvefs. Umfjöllunarefnið er frjálst og í ykkar höndum.

Hugmyndavinna

Útgáfufyrirtækið X sem er nýstofnað ætlar að hasla sér völl í XY bransanum og stefnir á að halda viðburð til að kynna starfsemi sína.

 • Heiti fyritækisins X (sem þið ákveðið)
 • Fyrirtækið sérhæfir sig í útgáfu/framleiðslu á XY (sem þið ákveðið)

Github “Project”

Nemendur eiga að nota GitHub “Project” bæði í hugmynda- og skipulagsvinnuna.

 1. Efnisöflun og hugmyndavinna í “Project”
  • Skráið allar hugmyndir
  • Skoðið hvað aðrir hafa gert, safnið saman fyrirmyndum ss tenglum á áhugaverðar vefsíður.
  • Það má nota texta og myndir af öðrum vefsíðum, munið að gera heimildaskrá
 2. Skipulagsvinna í “Project”
  • Búið til (Kanban) vinnuferli
  • hvað á að gera
  • í vinnslu - hver framkvæmir tiltekna verkþætti
  • lokið

Frumgerð “Prototype”

Frumgerð sýnir hvaða útlit á að nota

 • Skipulag (layout) vefsins
 • Litasamsetning
 • Leturval
 • Myndanotkun
 • Útlit í mismunandi skjástærðum

Í frumgerð er verið að skoða útlit, áhrif og notagildi (UX). Virkni frumgerðar er engin, við erum bara að skoða tillögur að vef.